Viðskiptaskilmálar

Afhending vöru

Viðskiptavinur getur valið að sækja vörur á lager Tölvulistans í Reykjavík eða að sækja í næstu verslun. Velji viðskiptavinur að sækja vöruna í vöruhús eða í eina af okkar verslunum fær hann tilkynningu þegar vara er tilbúin til afhendingar á viðeigandi afhendingarstað. Afgreiðsla og afhending pantana tekur alla jafna 1-2 virka daga, með fyrirvara um álag og að allar vörur séu til á lager. Flestar pantanir eru afgreiddar samdægurs eða daginn eftir.

Velji viðskiptavinur að fá pöntun senda verður pöntunin send með Póstinum heim að dyrum eða á næsta pósthús/póstbox gegn gjaldi sem reiknast áður en gengið er frá pöntun. Pantanir sendar með Póstinum eru alla jafna afhentar til flutningsaðila næsta virka dag.

Af öllum pöntunum dreift af Póstinum gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Póstsins um afhendingu vörunnar. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að hún er send frá Tölvulistanum til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Póstsins.

Sé vara uppseld eða önnur atriði tefja afgreiðslu pöntunar er haft samband við viðskiptavin eins fljótt og hægt er, með upplýsingum um hvenær pöntun verður afgreidd og með hvaða hætti.

Skilaréttur

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn framvísun kaupnótu sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Til að fá fulla endurgreiðslu þarf varan að vera í upprunalegu ástandi, allir fylgihlutir og handbækur fylgi með vöru og umbúðir séu í góðu ástandi. Að þessum skilyrðum uppfylltum og gegn framvísun kaupnótu er viðskiptavini heimilt að fá inneignarnótu, skipta í aðra vöru eða fá endurgreiðslu séu 14 dagar eða minna liðnir frá kaupdegi. Viðskiptavinur ber ábyrgð á þeirri rýrnun á verðgildi vörunnar sem stafar að meðferð hennar, sem ekki telst nauðsynleg til að staðfesta einkenni, eiginleika og virkni. Skilaréttur þessi gildir ekki af sérpöntunum eða notuðum vörum.

Viðskiptavinur greiðir sendingarkostnað fyrir vörur sem á að skila og ber ábyrgð á að koma vörunni til Tölvulistans. Sendingargjald er ekki endurgreitt. Þurfi að senda vörur til Tölvulistans ber viðskiptavini að tilkynna eins fljótt og auðið er að hann ætli að nýta sér skilaréttinn. Finna má staðlaðar leiðbeiningar og uppsagnareyðublað á neytendasamningi í viðauka 1 og 2 í reglugerð nr. 435/2016 um upplýsingar um nýtingu réttar til að falla frá samningi.

Markmið Tölvulistans er hins vegar að fullnægja þörfum viðskiptavinarins. Ef viðskiptavinur óskar eftir að skila vöru, óháð fyrirfram ákveðnum tímaramma, er reynt að verða við því.

Ábyrgð

Tilkynningar um galla eða skemmdir skal senda á sala@tl.is. Tölvulistinn áskilur sér þann rétt að meta hvert tilfelli fyrir sig og ber að bjóða viðgerð, nýja vöru, afslátt eða endurgreiðslu teljist vara gölluð.

Ábyrgðartími á búnaði er almennt 2 ár þegar um neytendakaup er að ræða í samræmi við reglur neytendakaupalaga nr. 48/2003, en vörur sem ætlaður er umtalsvert lengri endingartími en 5 ár geta verið með allt að 5 ára ábyrgð á framleiðslugöllum.  Þegar búnaður er keyptur í atvinnuskyni af lögaðila er ábyrgðartími 1 ár. Ábyrgð fellur niður ef bilun má rekja til illrar eða rangrar meðferðar, sem dæmi yfirklukkun á vélbúnaði og/eða skjákort fyrir einstaklingsvélar notuð í „Mining“ verkefni sem teljast utan tilætlaðrar og eðlilegrar notkunar vörunnar. Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits á búnaði eða notkunar á rekstrarvöru. 

Komi til ábyrgðarviðgerðar ber Tölvulistinn ekki ábyrgð á skaða á gögnum, stýrikerfi, hugbúnaði, glötuðum hagnaði eða öðrum óvæntum eða afleiddum skaða, sem kann að koma upp við notkun hins selda á ábyrgðartíma. Ábyrgð á fartölvurafhlöðum er 1 ár enda telst fartölvurafhlaða til rekstrarvöru, ekki vélbúnaðar. Tölvulistinn áskilur sér rétt á að skipta út vélbúnaði sem bilar á ábyrgðartíma með eins eða sambærilegri vöru ef upp kemur að varahlut sé ekki hægt að fá frá framleiðanda vörunnar.

Ábyrgð á búnaði fellur niður ef viðgerð eða tilraun til viðgerðar hefur verið gerð af öðrum en verkstæði Tölvulistans, búnaðurinn hefur þolað ranga meðferð, misnotkun eða orðið fyrir hnjaski eða átt hefur verið við búnaðinn þannig að skemmd hefur hlotist af.

Búnaði er einungis hægt að skila eða koma með í ábyrgðarviðgerð í verslunum eða verkstæði Tölvulistans. Sölureikningur telst ábyrgðarskírteini og skal framvísa honum til staðfestingar á ábyrgð og gildir ábyrgðin frá kaupdegi.  

Innskráning með Facebook

Með því að skrá þig inn á vefsíðu Tölvulistans í gegnum Facebook samþykkir þú að Tölvulistinn fái aðgang að eftirfarandi upplýsingum, séu þær aðgengilegar á Facebook-aðgangi þínum:

  1. Fullt nafn
  2. Netfang

​Tölvulistinn notar þessar upplýsingar til að stofna aðgang þinn að vefsvæði tl.is og deilir þeim ekki með öðrum. Með því að nota innskráningu í gegnum Facebook á www.tl.is samþykkir þú þessa skilmála.

Úrlausn vafamála

Komi upp ágreiningsmál varðandi þjónustu og skildur Tölvulistans er viðskiptavinum bent á Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa á vef Neytendastofu


Allar upplýsingar á vefnum eru birtar með fyrirvara um breytingar og/eða villur. Einstaka myndir gætu verið af sambærilegri vöru þegar rétt mynd er ekki fáanleg frá framleiðanda.

Kennitala: 590902-2250

VSK Númer: 76570