Viðskiptaskilmálar

Markmið Tölvulistans er að fullnægja þörfum viðskiptavinarins. Ef viðskiptavinur óskar eftir að skila vöru er reynt að verða við því, sé þess nokkur kostur, óháð fyrirfram ákveðnum tímaramma.  Skilyrði er að varan sé í upprunarlegu ástandi, allir fylgihlutir og handbækur fylgi með vöru og umbúðir séu í góðu ástandi.  Að þessum skilyrðum uppfylltum og gegn framvísun kaupnótu er viðskiptavini heimilt að fá inneignarnótu, skipta í aðra vöru eða fá endurgreiðslu séu 14 dagar eða minna liðnir frá kaupdegi. Skilaréttur þessi gildir ekki af sérpöntunum eða notuðum vörum.

Ábyrgðartími á búnaði er almennt 2 ár þegar um neytendakaup er að ræða í samræmi við reglur neytendakaupalaga nr. 48/2003.  Þegar búnaður er keyptur í atvinnuskyni af lögaðila er ábyrgðartími 1 ár.  Ábyrgð fellur niður ef bilun má rekja til illrar eða rangrar meðferðar, sem dæmi yfirklukkun á vélbúnaði og/eða skjákort fyrir einstaklingsvélar notuð í "Mining" verkefni sem teljast utan tilætlaðrar og eðlilegrar notkunar vörunnar. Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits á búnaði eða notkunar á rekstrarvöru. 

Komi til ábyrgðarviðgerðar ber Tölvulistinn ekki ábyrgð á skaða á gögnum, stýrikerfi, hugbúnaði, glötuðum hagnaði eða öðrum óvæntum eða afleiddum skaða, sem kann að koma upp við notkun hins selda á ábyrgðartíma. Ábyrgð á fartölvurafhlöðum er 1 ár enda telst fartölvurafhlaða til rekstrarvöru ekki vélbúnaðar.  Tölvulistinn áskilur sér rétt á að skipta út vélbúnaði sem bilar á ábyrgðartíma með eins eða sambærilegri vöru ef upp kemur að varahlut sé ekki hægt að fá frá framleiðanda vörunnar.

Ábyrgð á búnaði fellur niður ef viðgerð eða tilraun til viðgerðar hefur verið gerð af öðrum en verkstæði Tölvulistans, búnaðurinn hefur þolað ranga meðferð, misnotkun eða orðið fyrir hnjaski eða átt hefur verið við búnaðinn þannig að skemmd hefur hlotist af.

Búnað er einungis hægt að skila eða koma með í ábyrgðarviðgerð í verslunum eða verkstæði Tölvulistan.  Sölureikningur telst ábyrgðarskírteini og skal framvísa honum til staðfestingar á ábyrgð.  

Allar upplýsingar á vefnum eru birtar með fyrirvara um breytingar og eða villur

Kennitala: 590902-2250

VSK Númer: 76570