Atvinna

Hjá Tölvulistanum starfa yfir 50 manns um allt land. Þeir sem hafa áhuga á bætast í skemmtilegan og öflugan hóp starfsmanna geta sótt um þau lausu störf sem auglýst eru hér að neðan eða sent inn almenna umsókn. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.


Fullt starf / Almenn umsókn

Ef þú hefur áhuga á að sækja fullt starf í einhverri af verslunum okkar um landið er hægt að fylla úr rafræna umsókn hér.  Vinsamlega takið fram í athugasemdum í hvaða verslun þið eruð að sækja um.

Hlutastarf / Almenn umsókn

Fylltu út rafræna umsókn til þess að sækja um hlutastarf í einhverri af verslunum okkar um allt land.  Vinsamlega takið fram í athugasemdum í hvaða verslun þeið eruð að sækja um.

Laus störf hjá Tölvulistanum

Sölufulltrúi á Suðurlandsbraut

Leitum að sölumanni í fullt starf í verslun okkar að Suðurlandsbraut, þar sem fyrir er þéttur og skemmtilegur hópur sölumanna. Lykilatriði er að umsækjendur eigi gott með að vinna undir álagi þar sem mikill fjöldi viðskiptavina leitar til okkar daglega. Þó við leggjum mjög ríka áherslu á góða tæknikunnáttu þykir okkur mjög mikilvægt að viðkomandi starfsmaður geti útskýrt tæknilega flókin mál á mannamáli í samskiptum sínum við viðskiptavini.
Sækja um starf

Sölufulltrúi Suðurlandsbraut - Hlutastarf

Leitum að sölumönnum í hlutastarf í verslun okkar að Suðurlandsbraut.  Æskilegt er að umsækjendur búi yfir þekkingu á tölvum og tækni, þjónustulund, metnaði og góðri íslenskukunnáttu. Algengt er að hlutastarfsmönnum sem standa sig vel bjóðist í kjölfarið sumarstarf.  
Sækja um starf